Fast verð tilboð í tímareimar og tímareimaskipti
Bílatangi bílaverkstæði býður fast verð í tímareimaskipti og tímareimar eftir bíltegund og gerð og innfelur tilboðið alla vinnu og efni við viðgerðina. Mun ódýrara er að skipta á réttum tíma um tímareim en að trassa tímareimaskipti og sitja uppi með stórtjón. Þú færð ódýr tímareimaskipti hjá Bílatanga og við útvegum viðeigandi varahluti m.a. tímareimar eða tímareimasett á hagstæðu verði líka. Við metum hvort skipta þurfi um vatnsdælu þegar við framkvæmum tímareimaskipti og látum þig vita hver kostnaðurinn verður áður en við hefjumst handa.
Ráðgjöf um tímareima- og tímakeðjuskipti
Ef þú ert óviss um hvenær þú átt að skipta um tímareim eða tímakeðju í bílnum þínum þá skaltu hafa strax samband við þjónustufulltrúa Bílatanga og við könnum fyrir þig hvenær ráðlegt er að skipta um.
Opið mánudaga – föstudaga frá kl 8:00 – 12:00 og 13:00 – 17:00