Nóvember er gæðamánuður Toyota 4. nóvember 2020 « 1 af 2 » Nóvember er gæðamánuður Toyota. Í ár lítum við innávið, skoðum ferla og minnum okkur á að gæði þjónustunnar og ánægja viðskiptavina er í okkar höndum. Nóvember 2020 er ekki venjulegur mánuður og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru margslungnari en áður með tilkomu COVID-19. Þess vegna viljum við líka horfa á sóttvarnir og viðbrögð okkar við COVID-19 út frá sjónarhorni viðskiptavina. Það hefur aldrei verið mikilvægara að viðskiptavinum líði vel þegar þeir koma til okkar og þegar þeir eiga samskipti við okkar.Við leggjum mikla áherslu á sóttvarnir hjá Toyota og höfum hanska, grímur og spritt aðgengileg fyrir okkar viðskiptavini. Við leggjum mikla áherslu á að halda 2 metra regluna og allir snertifletir bíla í þjónustu og reynsluakstri eru sótthreinsaðir.Starfsfólk Toyota notar grímur í samskiptum sínum við viðskiptavini og aðra samstarfsfélaga, sprittar hendur oft á dag og notar hanska þegar það á við. Fyrir þá sem treysta sér ekki til okkar þrátt fyrir það, er hægt að koma með bíl í þjónustu til okkar án þess að koma inn í húsið - ef þið óskið þess þá er um að gera að hafa samband við okkur fyrirfram. Ef þið hafið einhverjar ábendingar fyrir okkur hvernig hægt er að gera betur eða hvað er ábótavant, endilega komið þeim á framfæri á netfangið btangi@snerpa.is eða á fésbókarsíðunni okkar. Kær kveðja,Starfsfólk Bílatanga Deila á Facebook