15/11/11 : : Bilatangi starfandi í 20 ár!


Bíltangi heldur um þessar mundir uppá 20 ára starfsafmæli, eða nánar tiltekið þann 20 nóvember.
Gestum og gangandi verður boðið uppá kaffi og meðlæti Föstudaginn 18 milli 10-17.

14/05/09 : : Þvottadagur Bílatanga og Toyota.

Nú fögnum við að sumarið sé komið á Ísafirði.
Í tilefni að því mun Bílatangi bjóða uppá tjöru og sápuþvott á öllum Toyota bílum á Laugardaginn 16.mai’09 milli 11 og 15.
Boðið verður uppá grillaðar kræsingar og ískallt gos á meðan bíllinn er þveginn.
Væri ekki flott að fara á rúntinn í sumarblíðunni á skínandi hreinum bíl?
Endilega látt sjá þig og sjáðu aðra milli 11 og 15 laugardaginn 16.mai á plani Bílatanga að Suðurgötu 9 Ísafirði.

Gleðilegt sumar…. ;)

27/08/08 : : Atvinna.....

Bílatangi óskar eftir bifvélavirkja eða manni vönum bifvélaviðgerðum.
Framtíðarvinna og gott vinnuumhverfi.
Erum þjónustuaðilar fyrir Toyota og Suzuki.
Gerum einnig við allar aðrar tegundir bifreiða.

Nánari upplýsingar gefur Bergmann í síma 863-3800
eða Sigurbjörn í síma 456-4580.

Bílatangi er rótgróið bílaverkstæði á Ísafirði. Saga þess hófst fyrir u.þ.b 15 árum þegar fyrirtækið Þór lagðist af. Þór rak bílaverkstæði sem að 3 menn svo keyptu upp og stofnuðu Bílatanga ehf. Þessir menn heita Bergmann Ólafsson, Halldór Guðmundsson og Sigurbjörn Karlsson. Hafa þeir rekið Bílatanga í gegnum árin með góðum árangri og hefur Þjónustan eykst jafnt og þétt. Uppbygging hefur alltaf verið regluleg og sem dæmi má nefna glænýjann sýningarsal, sem var tekinn í notkun snemma 2006. Bílatangi hefur 2 bílaumboð á sínum snærum, Toyota og Suzuki. Leitast hefur verið að bjóða upp á sem besta þjónustu og eru orðin Þekking, Reynsla, Gæði og Þjónusta höfð að leiðarljósi.